top of page

Hvað er orkudrykkur?

Orkudrykkur er drykkur sem hefur það markmið að ná fram örvandi áhrifum og innihalda þeir flestir koffín, vítamín og önnur innihaldsefni eins og gingseng, sykur, taurine og guarana. Margir orkudrykkir er markaðsettir til að höfða til ungs fólks og jafnvel íþróttafólks og á að veita þeim sem neyta þeirra aukna orku, líkamlega og andlega. Drykkurinn er markaðssettur sem fljótleg lausn við þreytu, einbeitingarleysi og til að hafa nóga orku fyrir komandi verkefni.

Innihald orkudrykkja
Ákveðnar hættur við neyslu orkudrykkja
Að taka meðvitaða ákvörðun 

Orkudrykkir innihalda mörg efni og oft er erfitt fyrir hinn venjulega neytanda að skilja nákvæmlega hvað þeir innihalda. Fólk  þekkir ekki endilega efnin og gerir sér ekki grein fyrir áhrifum þeirra. Koffín er eitt af efnunum sem einkennir orkudrykkina en margir þeirra innihalda einnig guarana. Guarana er afar koffínrík suður-amerísk planta og innihalda baunir hennar tvöfalt meira koffín en kaffibaunirnar. Sumir orkudrykkjanna innihalda bæði koffín og guarana. Einnig innihalda orkudrykkir yfirleitt mikið magn af sykri í formi glúkósa, súkrósa og maíssýróps eða mjög svipað magn og er í venjulegum gosdrykkjum. Ef einstaklingur drekkur 2-3 dósir af orkudrykk á dag er hann að innbirða allt að sexfaldann ráðlagðan dagskammt af sykri.

Ef ekki er farið eftir ráðlögðum dagsskammti eða ef drykkurinn er drukkinn við rangar aðstæður getur hann reynst hættulegur. Orkudrykkirnir eru sætir og bragðgóðir og því er aukin hætta á að fólk drekki fleiri en einn í einu sem getur þá valdið koffíneitrun. Ekki eru mörg dæmi um það hérlendis ennþá en tilfellum koffíneitrana vegna orkudrykkjaneyslu hefur farið fjölgandi erlendis. Óléttum konum eð konum með barn á brjósti er ráðlagt að neyta ekki orkudrykkja vegna örvandi efnanna og það sama gildir um börn.  Börn eru yfirleitt viðkvæmari fyrir koffíni en fullorðinir, þau eru léttari og þola því minna. Þau eru einnig líklegri til að neyta of stórra skammta af drykknum því hann er sætur eins og gos. Afleiðingarnar fyrir börn geta verið kvíði, hegðunarbreytingar og erfiðleikar með svefn. Einkenni koffíneitrunar eru svo enn fleiri en þau eru m.a. svimi, ógleði, uppköst, kvíði, eirðarleysi, svefnleysi, skjálfti, hraður hjartsláttur, brjóstverkur og jafnvel dauði.

 

Orkudrykkjum er gjarnan blandað við áfengi og er það talið verulega óhollt og jafnvel hættulegt. Reynslan hefur sýnt að þegar fólk blandar saman koffíndrykkjum og áfengi vanmetur það oft hversu drukkið það er, drekkur of mikið og getur farið sér að voða.

Aukin neysla á undanförnum árum

Orkudrykkjuneysla hefur aukist verulega yfir árin og er sérstaklega algeng hjá ungu fólki. Sífellt fleiri tegundir koma á markað og eru drykkirnir seldir í nánast öllum matvörubúðum og sjoppum. Þetta hefur vakið upp spurningar um hvort of auðvelt sé að nálgast drykkina fyrir börn því þau gera sér ekki grein fyrir þeim örvandi efnum sem eru í orkudrykkjunum sem er í litríkum og fallegum umbúðum og eru sætir eins og gos. Í sumum verslunum er þörf á skilríkjum til að geta keypt orkudrykki en á mörgum stöðum er ekki tekið eins hart á þessum reglum, en drykkir sem innihalda meira en 180 mg af koffíni eiga ekki að vera seldir börnum undir 18 aldri.

Það er mikilvægt að fólk staldri við og hugleiði hvað það er að setja ofan í sig þegar það velur sér drykk. Orkudrykkur getur verið skyndilausn ef fólk vantar orku og það ætti að vera í lagi að fullorðnir drekki þá í hóflegu magni. Mun betra væri þó að hugsa lengra fram í tímann og leysa málin frekar með heilbrigðu matarræði og góðum svefnvenjum. Innihaldslýsingar orkudrykkja eru flóknar og mikið magn sykurs og örvandi efna getur verið heilsuspillandi, kynnum okkur því vel innihald drykkjanna og tökum meðvitaða ákvörðun áður en við skellum í okkur einum drykk.

Amelia Boltuc, Birna Lára Guðmundsdóttir, Katrín Guðný Ágústsdóttir

Breiðholtsskóli

Júní 2018

bottom of page