top of page

Kostir og gallar

Kostir við að drekka orkudrykki​

Samkvæmt framleiðendum orkudrykkja á fólk að fá aukna orku. Drykkirnir eiga að hjálpa fólki sem hreyfir sig mikið og stundar íþróttir. Einnig á fólk að vera fljótar að jafna sig eftir æfingar að þeirra sögn.

Gallar við að drekka orkudrykki​
Að mati margra fylgja orkudrykkjum líka margir gallar. Í þeim eru örvandi efni sem hefur áhrif á bæði líkamlega og andlega þætti. Of mikið af þessum efnum getur valdið vanlíðan, óþægindum í maga, svefnleysi, krömpum, æsingi, hraðri öndun, uppköstum, hraðtakti hjarta og hjartsláttar- truflunum svo eitthvað sé nefnt. Einnig getur fólk átt erfitt með svefn eftir mikla notkun orkudrykkja. 

 

Í heild sinni​

Orkudrykkir hafa bæði marga kosti og galla. Ef fólk drekkur þá í hæfilegu magni geta þeir hjálpað fólki að fá orku í skamman tíma. En einnig fylgja nokkrir gallar en drykkirnir geta valdið bæði andlegum og líkamlegum erfiðleikum eins og of háum blóðþrýstingi og svima. Í heild sinni verka drykkirnir mismunandi á fólk og er því ekki hægt að segja að allir upplifi kosti eða galla drykkjanna eins.

bottom of page