top of page

Maté er náttúrulegt koffín sem er unnið úr blöðum plöntunnar Ilex paraguariensis​

 

 

 

Áhrif Maté

Aukaverkanirnar eru álíka og af koffíni nema aukin hætta er á krabbameini í vélinda.​

Innihaldslýsing orkudrykkja er oft flókin og erfitt er að skilja hana. Hér getur þú lesið þér til um innihalds- efni flestra orkudrykkja og útskýringu á þeim.

Koffín
Guarana-baunir

Koffín er náttúrulegt efni sem finnst í yfir 60 plöntutegundum þar á meðal í kakóbaunum, kólahnetum, kaffiplöntum, telaufum og gúaranakjörnum.

 

Áhrif koffíns

Ef drukkið er of mikið koffín getur það valdið miklum höfuðverk, svima, skjálfta, hjartsláttartruflunum og kvíðatilfinningu. Mikið koffín getur líka valdið svefnleysi.

Guarana er planta sem hægt er að finna í Venesúela og Brasilíu.

Berin af þessari plöntu hafa nokkuð góð áhrif á heilsuna, t.d. brenna þau fitu og gefa manni orku. Nú til dags eru Guarana-baunir oftast notaðar í orkudrykki og íþróttadrykki vegna orkunnar sem þær gefa. Guarana-baunir innihalda tvöfalt meira koffín en kaffibaunir.

Áhrif guarana-bauna

Guarana getur verið öruggt þegar það er í mat eða tekið inn sem lyf. En hinsvegar er óöruggt að taka það í stórum skömmtum vegna mikils koffín innihalds. Það hafa komið upp atvik þar sem fólk hefur látist vegna of mikils magns af Guarana.

Ginseng
Maté

Ginseng er rót af plöntunni Panax. Ginseng hefur verið notað sem lyf við lækningar og gæti hjálpað einstaklingum sem eru veikir eða þreyttir til að verða hressari.

 

 

Áhrif ginseng

Aukaverkanir ginsengs eru t.d. svefnleysi, aukinn hjartsláttur, óróleiki og húðútbrot.

Vítamín
Schisandra

Vítamín, til dæmis B-vítamín, geta virkað sem forvörn gegn hjartasjúkdómum og krabbameini. Ekki er hægt að segja til um virkni þeirra í orkudrykkjum því það er svo lítið af vítamínum í þeim.

 

Áhrif vítamína

Ef tekið er of mikið af vítamínum getur það leitt til ógleði, uppkasta, kláða, niðurgangs og húðin getur orðið rauð.​

Taurine

Schisandra eru þurrkuð aldin sem eru notuð við hósta og öndunarfærasjúkdómum. ​

 

Áhrif Schisandra

Áhrif Schisandra hafa ekki verið nógu vel rannsökuð svo þau eru ekki vel þekkt.
 

 

 

 

 

Sætuefni

Taurine er aminosýra sem styður við þroska heilans og hjálpar líkamanum að stjórna magni vökva og steinefna í honum.

Áhrif taurine

Það eru engin þekkt áhrif sem taurine hefur á líkamann en íþróttamenn hafa dáið vegna orkudrykkja sem innihéldu taurine
og koffín.

Sætuefni eru efni sem eru notuð til að bragðbæta drykki.

Stevia er dæmi um sætuefni.

 

Áhrif sætuefna

Sætuefni geta leitt til að fólk fái mígreni, heilakrabbamein, sjón getur breyst og fólk fengið minnisleysi.​
 

bottom of page