top of page

Guðmundur Helgi Pálsson

Þjálfari meistara flokks karla hjá FRAM í handbolta

Hvað finnst þér um orkudrykki?

- Mér finnst þeir ekki sniðugir. Þessir drykkir innihalda mikð magn af koffíni og fleiri örvandi efni sem eru ekki góð í miklu magni. Svo eru margir af þessum drykkjum með fullt af sykri eða gervisykri sem er heldur ekki gott.

 

Hvað finnst þér um að yngri kynslóðin sé að drekka orkudrykkki?

- Það er alveg glatað. Börn og unglingar eru viðkvæmari fyrir koffíni en fullorðnir, þau eru léttari og þola því minna. Þau eru líka líklegri til að neyta of stórra skammta af orkudrykkjum. Afleiðingarnar geta verið kvíði, hegðunarbreytingar og erfiðleikar með svefn. Dæmi eru um það erlendis að börn hafi látist vegna ofneyslu á koffíni.   

Mælir þú með einhverju í staðinn fyrir orkudrykki sem gefur sömu orku?

- Borða hollt og gott fæði og sofa. Það er hægt að fá sömu eða meiri orku út úr venjulegu fæði og með því að sofa vel. Með því að borða rétt er hægt að halda blóðsykrinum í jafnvægi allan daginn og þá ætti fólk ekki að þurfa orkudrykki.

Af hverju heldur þú að fólk drekkur orkudrykki?

- Það eru flestir sem halda að orkudrykkir auki úthald og frammistöðu, en að mínu mati er það ekki rétt. Ég held líka að flestir sem drekka þessa drykki eru að leita að skyndiorku vegna þess að það hefur ekki sofið vel.

Þekkir þú innihaldsefnin í drykknum?

- Nei ekki svo vel, en ég veit að þessir drykkir innihalda allir mikið af koffíni, auk koffíns innihlada drykkirnir önnur efni eins og ginseng og fleiri örvandi efni. Sumir þessara drykkja innihalda mikinn sykur en í öðrum eru sætuefni.

Drekkur þú orkudrykki?

- Ég hef smakkað nokkra orkudrykki en bara til þess að athuga hvernig þetta er á bragðið og af forvitni. Ég drekk bara mitt venjulega kaffi og ekki of mikið af því :)

Guðrún Björk Gunnarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur hjá heilsugæslunni í Árbæ.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvað finnst þér um orkudrykki?

Orkudrykkir eru óþarfi og mjög slæmir fyrir heilsuna.

Hvað finnst þér um að yngri kynslóðin sé að drekka orkudrykkki?

Skelfilegt að vita til þess að unga fólkið okkar drekki þá :(

Mælir þú með einhverju í staðinn fyrir orkudrykki sem gefur sömu orku?

Borða reglulega kjöt, fisk, grænmeti og ávexti. Ekki gleyma dásamlega vatninu og mjólkurafurðum, laktósafríar eða ekki.

Af hverju heldur þú að fólk drekkur orkudrykki?

- Fólk drekkur orkudrykki vegna= vantar skyndiorku eftir langan dag, heldur að það geti sleppt máltíðum og verði einbeittari.

Þekkir þú innihaldsefnin í drykknum?

​Já ég þekki flest innihaldsefni t.d. koffín, taurine, guarana og hvítan sykur (eða gervisykur, jafn slæmur)

Drekkur þú orkudrykki?

- Nei ég drekk ekki orkudrykki. Fæ mér vatn. :)

bottom of page